Hárakademían

Hárakademían

Hárakademían

Hárakademían

Hárakademían býður upp á styttingu á námi í hársnyrtiiðn. Hárakademían er framúrskarandi einkarekinn hársnyrtiskóli sem undirbýr nemendur til sveinsprófs í greininni. Skólinn var stofnaður veturinn 2014. Markmiðin Veita nemendum inngöngu til framúrskarandi menntunar í hársnyrtiiðn sem...

Um okkur

Markmiðin Veita nemendum inngöngu til framúrskarandi menntunar í hársnyrtiiðn sem sniðin er að þörfum þeirra og atvinnulífinu.Að aðstæður og aðbúnaður sé fyrsta flokks og til fyrirmyndar.Að virkja nemendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt bæði í skóla...

Gjaldskrá

Gjaldskrá og LÍN Námið í Hárakademíunni tekur 12 mánuði. Skólagjaldið er 1.970.000 kr. sem skiptist í fjórar greiðslur og þar af er staðfestingargjald 170.000 kr. Innifalið í skólagjaldinu er allt námsefni, tæki og tól til...

Sækja um

Fyrirspurnir Allar nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferli ásamt upplýsingum um skráningar- og skólagjöld fást með að senda tölvupóst á harakademian@harakademian.is. Inntökuskilyrði Sækja um skólavist Til að sækja um skólavist þarf að fylla út eyðublaðið...

Sækja um

Fyrirspurnir

Allar nánari upplýsingar um inntökuskilyrði og umsóknarferli ásamt upplýsingum um skráningar- og skólagjöld fást með að senda tölvupóst á harakademian@harakademian.is.

Sækja um skólavist

Til að sækja um skólavist þarf að fylla út eyðublaðið hér: UMSÓKN FYRIR HAUSTIÐ 2021 og senda útfyllt á netfangið: harakademian@harakademian.is

Hárakademían                        Mörkinni 1                S.571-2279                            Viðurkenning 

Kennarar

Við erum Hárakademían

Í Hárakademíunni starfa faglærðir meistarar og sveinar sem hafa margra ára reynslu í faginu. Þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu erlendis frá t.a.m Toni&Guy, AVEDA og Vidal sasson. Hárakademían mun einnig fá fjölda af gesta leiðbeinendum til kennslu.

Harpa Ómarsdóttir
Eigandi Hárakademíunnar & Blondie. Skólastjóri & kennari við Hárakademíunna

Harpa útskrifaðist sem hársnyrtimeistari haustið 2004. Starfaði hjá TONI&GUY á Íslandi sem Technical Director eða litafræðingur og litahönnuður frá tony&guy academy of London. Er með kennsluréttindi & mikla reynslu & þekkingu á að kenna fagfólki á Íslandi. Harpa lauk námi í framhaldskóla kennsluréttindum í júní 2014. Harpa er einnig Label.m Ambassador hjá Tony&Guy London.


Aldís Eva Ágústsdóttir
Hársnyrtimeistari & meðeigandi Blondie Garðatorgi. Skrifstofustjóri & kennari við Hárakademíuna.

Aldís útskrifaðist í desember árið 2011, árið eftir kláraði hún meistarann. Aldís starfar sem hársnyrtimeistari á Blondie, Garðatorgi 4c.


Hildur Ösp Gunnarsdóttir
Hársnyrtimeistari
& kennari við Hárakademíuna.

Hildur útskrifaðist í september árið 2019, er í meistaranámi frá Háskólanum á Akureyri og lýkur honum í júní 2021. Hildur starfar í Þjóðleikhúsinu og sem hársnyrtir á Blondie, Síðumúla 35.


Lena Magnúsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíuna.

Lena útskrifaðist í desember árið 2011, lauk síðan meistaranámi í desember 2018. Lena er búinn að vera í sveinsprófsnefnd síðan 2014 og starfar sem hársnyrtimeistari á Blondie, Síðumúla 35.


Eydís María Guðmundsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíuna.

Eydís útskrifaðist í desember árið 2011, lauk meistaranámi vorið 2014. Eydís starfar sem hársnyrtimeistari á Blondie, Síðumúla 35.


Áshildur María Guðbrandsdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíuna.

Áshildur útskrifaðist í september árið 2018. Áshildur starfar í Þjóðleikhúsinu. 


Linda Dögg Kjartansdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíuna.

Linda útskrifaðist árið 2017. Linda starfar á Blondie, Síðumúla 13.


Kristín Gunnarsdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíunna
.

Kristín útskrifaðist árið 2017, hún starfar sem hársnyrtir á Zsazsa, Hamraborg 3.


Baldur Gylfason
Hársnyrtimeistari & eigandi bPro heildverslun.

bPro flytur inn hágæðavörurnar Label.m, HH Simonsen & Davines. Baldur hefur unnið sem hársnyrtimeistari síðan 1999 og rak mojo/monroe í mörg ár.

Um okkur

Markmiðin

 • Veita nemendum inngöngu til framúrskarandi menntunar í hársnyrtiiðn sem sniðin er að þörfum þeirra og atvinnulífinu.
 • Að aðstæður og aðbúnaður sé fyrsta flokks og til fyrirmyndar.
 • Að virkja nemendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt bæði í skóla og heima fyrir.
 • Að kenna nemendum góða þekkingu og verk-kunnáttu í hársnyrtiiðn á 12 mánuðum.
 • Nemendur Hárakademíunnar verða tilbúnir til sveinsprófs sem og vinnu út á gólfi að námi loknu.
 • Að útskrifa framúrskarandi fagfólk.

Nýjung við námið í Hárakademíunni

 • Hárakademían útvegar þeim nemendum er uppfylla 90% skólasókn á hverri önn námssamning við hársnyrtistofu.
 • Fyrir afhendingu burtfaraskírteinis úr Hárakademíunni þarf viðkomandi að hafa farið í gegnum sveinspróf.
 • Afgreiðsla með sölu á hárvörum fyrir viðskiptavini og almenning þar sem nemendur læra að selja vörur sem telst vera mikilvægur þáttur í rekstri á hársnyrtistofu.
 • Námið er kennt af framúrskarandi fagfólki sem er enn að vinna á gólfi og heldur sér ferskum í faginu.
 • Styttra nám, tekur 12 mánuði í Hárakademíunni og námssamningur á stofu er einnig styttur í samræmi við námið í skólanum og tekur 52 vikur.
 • Hárakademían kennir Hársnyrtinám til sveinsprófs og kennir hluta af náminu á svokölluðu “opnum dögum” sem metnir eru til samnings.
 • Nemendur Hárakademíunnar safna sér sínum eigin viðskiptavinahópi yfir árið.
 • Hárakademían þjálfar nemendur sína að vinna með lifandi módel stóran hluta af náminu.

[/vc_column_text]

Hársnyrtiiðn

Hársnyrtiiðn er þjónustustarf. Starfið er mjög krefjandi og er útfært í nánum tengslum við viðskiptavininn. Ráðgjöf um persónulegt útlit er stór hluti starfsins og krefst það listræns innsæis fagmannsins. Hársnyrtir þarf að búa yfir þekkingu á herra- og dömuformum, litun, liðun og hafa til að bera þekkingu á tísku og tíðaranda hverju sinni svo handverkið njóti sín sem best. Hársnyrtiiðn er samspil listrænnar sköpunar, faglegrar þekkingar, sem aflað er með námi í Hárakademíunni, og starfsþjálfunar á vinnustað.

Aðstaðan

Hárakademían er búin öllum bestu tækjum og búnaði sem völ er á. Kennslustofa fyrir bóklegt nám og stórt opið rými sem heldur utan um verklega kennslu sem líkir eftir hársnyrtistofu eins og þær gerast í dag. Hárakademían verður einnig notuð til námskeiða fyrir fagfólk í stéttinni.

Gjaldskrá

Gjaldskrá og LÍN

Námið í Hárakademíunni tekur 12 mánuði. Skólagjaldið er 1.970.000 kr. sem skiptist í fjórar greiðslur og þar af er staðfestingargjald 170.000 kr. Innifalið í skólagjaldinu er allt námsefni, tæki og tól til verklegrar kennslu.

Nánari útlistun skólagjalds:
Staðfestingargjald 170.000 kr.
1.önnin 600.000 kr.
2.önnin 600.000 kr.
3.önnin 600.000 kr.

Farið er í námsferð erlendis og er fargald og námskeið innifalið.

Námið er lánshæft hjá LÍN.

Gjalddagar skólagjalda og útborgun lána hjá LÍN eru ekki alltaf alveg á sama tíma og hafa nemendur  þá sótt um tímabundna fyrirgreiðslu hjá sínum viðskiptabanka.
Hámarks lán frá LÍN vegna skólagjalda er 1.170.000 kr. Mismuninn þurfa nemendur að fjármagna sjálfir.

Jöfnunarstyrkur

Einnig er hægt að sækja um jöfnunarstyrk hjá LÍN ef þú sækir nám fjarri lögheimili og fjölskyldu. Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á LÍN.

Hárakademían býður nemendum upp á greiðslukortalán & pei.is fyrir 3.önninni, til allt að 36 mánaða með vöxtum.[/vc_column_text]