Hárakademían
Gjaldskrá

Gjaldskrá

Gjaldskrá og LÍN

Námið í Hárakademíunni tekur 12 mánuði. Skólagjaldið er 2.390.000 kr. sem skiptist í fjórar greiðslur og þar af er staðfestingargjald 170.000 kr. Innifalið í skólagjaldinu er allt námsefni, tæki og tól til verklegrar kennslu.

Nánari útlistun skólagjalds:
Staðfestingargjald 170.000 kr.
1.önnin 740.000 kr.
2.önnin 740.000 kr.
3.önnin 740.000 kr.

Námið er lánshæft hjá LÍN.

Gjalddagar skólagjalda og útborgun lána hjá LÍN eru ekki alltaf alveg á sama tíma og hafa nemendur  þá sótt um tímabundna fyrirgreiðslu hjá sínum viðskiptabanka.
Hámarks lán frá LÍN vegna skólagjalda er 1.170.000 kr. Mismuninn þurfa nemendur að fjármagna sjálfir.

Jöfnunarstyrkur

Einnig er hægt að sækja um jöfnunarstyrk hjá LÍN ef þú sækir nám fjarri lögheimili og fjölskyldu. Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á LÍN.

Hárakademían býður nemendum upp á greiðslukortalán & pei.is fyrir 3.önninni, til allt að 36 mánaða með vöxtum.[/vc_column_text]