Hárakademían
Námið

Námið

Hársnyrtiiðn

Hársnyrtiiðn er þjónustustarf. Starfið er mjög krefjandi og er útfært í nánum tengslum við viðskiptavininn. Ráðgjöf um persónulegt útlit er stór hluti starfsins og krefst það listræns innsæis fagmannsins. Hársnyrtir þarf að búa yfir þekkingu á herra- og dömuformum, litun, liðun og hafa til að bera þekkingu á tísku og tíðaranda hverju sinni svo handverkið njóti sín sem best. Hársnyrtiiðn er samspil listrænnar sköpunar, faglegrar þekkingar, sem aflað er með námi í Hárakademíunni, og starfsþjálfunar á vinnustað.

Markmiðin

 • Veita nemendum inngöngu til framúrskarandi menntunar í hársnyrtiiðn sem sniðin er að þörfum þeirra og atvinnulífinu.
 • Að aðstæður og aðbúnaður sé fyrsta flokks og til fyrirmyndar.
 • Að virkja nemendur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt bæði í skóla og heima fyrir.
 • Að kenna nemendum góða þekkingu og verk-kunnáttu í hársnyrtiiðn á 12 mánuðum.
 • Nemendur Hárakademíunnar verða tilbúnir til sveinsprófs sem og vinnu út á gólfi að námi loknu.
 • Að útskrifa framúrskarandi fagfólk.

Nýjung við námið í Hárakademíunni

 • Hárakademían útvegar þeim nemendum er uppfylla 92% skólasókn á hverri önn námssamning við hársnyrtistofu.
 • Fyrir afhendingu burtfaraskírteinis úr Hárakademíunni þarf viðkomandi að hafa farið í gegnum sveinspróf.
 • Afgreiðsla með sölu á hárvörum fyrir viðskiptavini og almenning þar sem nemendur læra að selja vörur sem telst vera mikilvægur þáttur í rekstri á hársnyrtistofu.
 • Námið er kennt af framúrskarandi fagfólki sem er enn að vinna á gólfi og heldur sér ferskum í faginu.
 • Styttra nám, tekur 12 mánuði í Hárakademíunni og námssamningur á stofu allt að 12 mánuðir. (sjá undir starfsnám)
 • Hárakademían kennir Hársnyrtinám til sveinsprófs og kennir hluta af náminu á svokölluðu “opnum dögum” sem metnir eru til samnings.
 • Nemendur Hárakademíunnar safna sér sínum eigin viðskiptavinahópi yfir árið.
 • Hárakademían þjálfar nemendur sína að vinna með lifandi módel stóran hluta af náminu.

Aðstaðan

Í skólanum er kennslustofa fyrir bóklegt nám sem og stórt opið rými sem er útbúið öllum bestu tækjum og búnaði sem val er á. Það rými er fyrir verklega kennslu og skólinn leggur mikið upp úr því að nemendur njóti sín sem allra best. Opna rýmið líkir eftir hársnyrtistofu eins og þær gerast í dag.

Gagnlegar upplýsingar

Skólaráð: Halldóra Harpa Ómarsdóttir (skólastjóri), Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir (kennslustjóri), Sigmar Egilsson (fjármálastjóri) og Guðbjörg Einarsdóttir (nemandi við skólann)