Í Hárakademíunni starfa faglærðir meistarar og sveinar sem hafa margra ára reynslu í faginu. Þeir hafa allir mikla þekkingu og reynslu erlendis frá t.a.m Toni&Guy, AVEDA og Vidal sasson. Hárakademían mun einnig fá fjölda af gesta leiðbeinendum til kennslu.
Harpa Ómarsdóttir
Eigandi Hárakademíunnar & Blondie. Skólastjóri & kennari við Hárakademíunna
Harpa útskrifaðist sem hársnyrtimeistari haustið 2004. Starfaði hjá TONI&GUY á Íslandi sem Technical Director eða litafræðingur og litahönnuður frá tony&guy academy of London. Er með kennsluréttindi & mikla reynslu & þekkingu á að kenna fagfólki á Íslandi. Harpa lauk námi í framhaldskóla kennsluréttindum í júní 2014. Harpa er einnig Label.m Ambassador hjá Tony&Guy London. Hún kennir iðnfræði, blástur, greiðslur og perm í Hárakademíunni.
Hildur Ösp Gunnarsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíuna.
Hildur er hársnyrtimeistari. Hún í Þjóðleikhúsinu og sem hársnyrtimeistari á Blondie, Síðumúla 35. Hildur kennir dömuklippingar í Hárakademíunni.
Lena Magnúsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíuna.
Lena útskrifaðist í desember árið 2011, lauk síðan meistaranámi í desember 2018. Lena er búinn að vera í sveinsprófsnefnd síðan 2014 og starfar sem hársnyrtimeistari á Blondie, Síðumúla 35. Hún kennir dömuklippingar í Hárakademíunni.
Eydís María Guðmundsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíuna.
Eydís útskrifaðist í desember árið 2011, lauk meistaranámi vorið 2014. Eydís starfar sem hársnyrtimeistari á Blondie, Síðumúla 35. Hún kennir herraklippingar í Hárakademíunni.
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíuna.
Áshildur er hársnyrtir og starfar í Þjóðleikhúsinu. Hún kennir litun í Hárakademíunni.
Linda Dögg Kjartansdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíuna.
Linda er hársnyrtir og starfar hún sem slíkur á Blondie, Síðumúla 13. Linda kennir dömuklippingar í Hárakademíunni.
Kristín Gunnarsdóttir
Hársnyrtisveinn & kennari við Hárakademíunna.
Kristín er hársnyrtir og er í námi til að öðlast kennsluréttindi. Hún starfar sem hársnyrtir á Blondie við Garðatorg 4c. Kristín kennir herraklippingar í Hárakademíunni.
Svanhildur Snæland Ómarsdóttir
Hársnyrtimeistari & kennari við Hárakademíunna
Svanhildur er hársnyrtimeistari og starfar á Blondie, Garðatorgi 4c. Hún kennir litun í Hárakdemíunni.
Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir
Kennslustjóri (soley@harakademian.is)
Sóley hefur víðtæka þekkingu úr skólastarfi sem kennari. Einnig hefur hún starfað við fjölbreytt störf í gegnum tíðina og mörg þeirra lúta að stjórnun. Hún er með M.Ed. i kennslufræði og BA gráðu í alþjóðafræði.